Karfan þín

Karfan er tóm.

Palla Open styrktarmótið í golfi

Samstarfshópur styrkarmótsins Palla Open 2024 fyrir Reykjadal -
Óskar Þór Óskarsson arkitek, Ágúst …
Samstarfshópur styrkarmótsins Palla Open 2024 fyrir Reykjadal -
Óskar Þór Óskarsson arkitek, Ágúst Jensson framkvst GM, Andrea Rói Sigurbjörns forstöðumaður Reykjadals, Hildur Helgadóttir aðstoðarforstöðumaður, Berljót Borg framkvæmdastjóri SLF, Vífill Björnsson arkitek og Páll Líndal, skipuleggjandi Palla Open.

Fjórða árið í röð hafa Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Palli Líndal ákveðið að taka höndum saman og halda Palla Open styrktarmótið í golfi. Í ár verður mótið haldið til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal.

Verkefnið hófst með Palla Open á síðasta ári þar sem átti að nota styrktarfé sem var yfir 3 milljónir til að útbúa 20 fermetra búningsklefa fyrir einstaklinga með miklar sérþarfir. Þessi búningklefi átti að vera með tilheyrandi sérbúnaði. Eftir að verkefnið fór á stað og arkitektarnir Óskar Þór Óskarsson og Vífill Björnsson fóru að skoða málið þá fórum menn að velta fyrir sér hvort að þessi breyting á gömlu húsnæði myndi ganga. Áhætta við að fara í þessa breytingar þótti of mikil vegna óvissu um breytingar á gömlu húsnæði. Í framhaldi af þessu var ákveðið í samráði við sumarbúðirnar í Reykjadal, Golfklúbb Mosfellsbæjar og Palla Líndal að safna fyrir endurbótum á búningsklefum fyrir sundlaugina í Reykjadal og séraðstöðu fyrir einstaklinga með miklar sérþarfir. Verkefnið hefur því stækkað töluvert eða frá því að fara úr 20 fermetrum í rúmlega 120 fermetra rými. Eins má áætla að kostnaður við þetta verkefni aukist töluvert og má áætla hann verði um 12 til 15 milljónir. Það er þegar byrjað að leita að samstarfsaðilum að þessu verkefni sem eru vonandi tilbúnir að leggja styrktarfé á móti styrkjarfé Palla Open sem verður á milli 6 til 7 milljónir.

Á Palla Open í fyrra mættu til leiks 244 kylfingar og var þetta stærsta golfmót GM á síðasta ári. Eins var þetta næst stærsta golfmót á Íslandi í fyrra. Í ár stefnir aftur við metþátttöku. Palla Open verður haldið laugardaginn 8. júní á Hlíðarvelli og er þátttökugjald kr. 7.500. Fyrsta holl verður ræst út kl. 7. Skráning í mótið hefst föstudaginn 10. maí, klukkan 10. Skráning fer fram í gegnum golfboxið.