Rósa og Guðrún Ágústa heiðraðar af fjölskyldum langveikra barna með tilnefningu til Míu verðlauna

Rósa Guðsteinsdóttir og Guðrún Ágústa Brandsdóttir sjúkraþjálfarar á Æfingastöðinni.
Rósa Guðsteinsdóttir og Guðrún Ágústa Brandsdóttir sjúkraþjálfarar á Æfingastöðinni.
Rósa Guðsteinsdóttir og Guðrún Ágústa Brandsdóttir sjúkraþjálfarar á Æfingastöðinni voru tilnefndar til Míu verðlauna síðastliðinn föstudag.
 
„Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma,“ segir í tilkynningu um verðlaunin sem veitt eru í annað sinn. Það eru fjölskyldur langveikra barna sem heiðra heilbrigðisstarfsmenn með Míu verðlaununum en alls voru 42 starfsmenn tilnefndir.
 
„Svona viðurkenning og falleg orð verma svo sannarlega – Er þakklát fyrir börnin sem ég vinn með og þeirra fjölskyldur og að sjálfsögðu að geta veitt þjónustu í anda Æfingastöðvarinnar,“ segir Guðrún Ágústa um tilnefninguna í færslu á Facebook.