Spilagjöf til Reykjadals

Ólafur Orri Pétursson, Inga Steinunn Ólafsdóttir og Kristján Jóhannsson komu og færðu Reykjadal veglegt spilasafn að gjöf á dögunum. Ólafur Orri er sjálfur tíður gestur í Reykjadal. Inga og Kristján eru amma hans og afi. 

Úr aragrúa spila er að velja en safnið samanstendur af  spilum fyrir alla aldurshópa. Spil sem kalla á skemmtilega heilaleikfimi og samvinnu, tjáningu og útsjónarsemi. 
Spilin munu nýtast vel bæði í vetrardvöl og í sumardvöl en mikið er spilað í Reykjadal, bæði á milli dagskrárliða á daginn, eða þegar haldin eru sérstök spilakvöld. 

Við þökkum kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.