Starfsemi hafin að fullu eftir sumarfrí

Starfsemi á Æfingastöðinni er komin á fullt eftir sumarlokun. Þjálfarar gæta að sóttvörnum og aðlaga þjálfunina í takt við þær reglur sem sóttvarnaryfirvöld hafa sett. 

Við biðlum til skjólstæðinga okkar og aðstandenda þeirra að afboða tíma séu þeir með flensueinkenni eða hafa verið í samskiptum við fólk sem hefur sýkst af veirunni. 

Hægt er að afboða í síma 535-0900 eða með því að senda tölvupóst á þjálfara.

Sömuleiðis biðjum við þá sem koma til okkar um að virða tveggja metra regluna í biðstofu og dvelja ekki í húsinu að óþörfu.

Við fylgjumst vel með þróun mála og breytum áætlunum okkar í takt við aðstæður til að minnka smithættu.