Starfsemi hefst að nýju 4. maí

Tilkynning frá starfsmönnum Æfingastöðvarinnar:

Kæru skjólstæðingar og forráðamenn,

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Æfingastöðin mun hefja starfsemi að nýju mánudaginn 4.maí.

Við munum taka upp sömu starfshætti og dagana fyrir lokun þ.e. gætt verður að hreinlæti og smitvörnum og farið að tilmælum Almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við biðjum ykkur að halda áfram að þvo hendur og nýta sprittbrúsa sem eru víðsvegar um húsið. Einnig óskum við eftir að þið virðið fjarlægðartakmarkanir á biðstofunni okkar sem og í öðrum rýmum. Systkini mega ekki koma með í þjálfun og biðjum við alla að takmarka fjölda fylgdarfólks í hús.

Við biðlum einnig til skjólstæðinga okkar og aðstandenda þeirra að sýna ábyrgð og afboða tíma séu þeir með flensueinkenni. Hægt er að afboða í síma 535-0900 eða með því að senda tölvupóst á þjálfara.

Með bestu kveðju,

Starfsmenn Æfingastöðvarinnar