Palla open: Golf- og hjólamót til styrktar Reykjadal og Hlaðgerðarkoti á Hlíðavelli 22. maí

Laugardaginn 22. maí fer fram golf- og hjólamótið Palla open á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og rennur þátttökugjaldið óskipt til sumarbúðanna í Reykjadal og Hlaðgerðarkots sem Samhjálp á og rekur. Yfirskrift mótsins er "Sælla er að gefa en þiggja" það er Páll Líndal, eða Palli, sem fékk hugmynd um að halda styrktarmót hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar en klúbburinn styður mótið með aðstöðu og utanumhaldi. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði á golfmótinu og í hjólreiðakeppninni. Tilvalið tækifæri til að hafa gaman og styrkja gott málefni í leiðinni. Nánari upplýsingar hér.

Palla open - Golfmót þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi:

Keppt verður í eftirfarandi flokkum.

  • Punktakeppni -  verðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin
  • Höggleikur án forgjafar - verðlaun fyrir efsta sæti
  • Tveggja manna scramble - verðlaun fyrir efstu þrjú sætin
  • 4ramanna scramble - verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.

Einnig verða nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og gildir það þvert á alla flokka.

Hámarskforgjöf sem gefin er í mótinu er 28 hjá konum og 24 hjá körlum.

Í tveggja manna scramble er forgjöf liðs fengin með því að deila með fjórum í heildarforgjöf.

Í 4ra manna scramble er forgjöf liðs fengin með því að deila með 8 í heildarforgjöf liðs.

Glæsileg verðlaun í boði Dineout sem er helsti styrktaraðili þessa glæsilega golfmóts. Í verðlaun eru m.a. gistingar á hótelum út um allt land, gjafabréf á glæsilegum veitingastöðum ásamt ýmsu fleira. Einnig verður talsverður fjöldi vinninga dreginn úr skorkortum að leik loknum.

Skráning fer fram hér á golfboxinu.

Golfbox bíður því miður ekki upp á það að skrá sig í rástíma í liðakeppnum sem þessum. Þegar að þið skráið ykkur til leiks í golfboxinu og gangið frá greiðslu mótsgjaldsins þá fáið þið upp þann möguleika að velja rástíma fyrri part dags eða seinni part dags. Einnig getið þið skrifað nákvæman tíma og við bókum ykkur þá í þann rástíma eða sem næst honum.

Vinsamlegast athugið að sami aðili getur skráð allt liðið sitt í mótið óski hann þess. Viðkomandi aðili þarf þá að greiða allt gjaldið og þið gerið það svo upp ykkar á milli :)

Með því að smella hér getið þið séð þá rástíma sem í boði eru!

ÍSAM mun vera með Demo dag þar sem þeir kynna það nýjasta frá Ping og Titleist og fer það fram á neðri hæðinni hjá okkur í Klett og úti á æfingasvæði. 

Einnig verður í boði að taka þátt í skemmtilegum leikjum í Trackman golfhermunum okkar. Þar verðum við með næstur holu keppni og lengsta drive. Hægt verður að kaupa 3 tilraunir á 1000 krónur sem rennur allt óskipt til málefnanna og vinna sér inn glæsileg verðlaun.

Palla open á Facebook.

Palla hjól - Vegalengdir fyrir alla fjölskylduna:

Hjólað verður frá Hlíðavelli og verða tvær hjólaleiðir í boði, annarsvegar Mosfellsheiðaráskorun (45km) og hinsvegar Fjölskylduvænn Mosfellshringur (10km).
 
Ræst verður frá Golfskálanum á milli 9:00 og 12:00. 
Mótsgjald er kr. 3.000 og rennur óskipt til málefnisins (Frítt fyrir börn 14 ára og yngri).

Skráning og myndir af hjólaleiðunum má finna með því að smella hér.

Hjólafyrirkomulag:
Til að ekki komi til hópamyndana í Mosfellsheiðaráskorun verður búinn til viðburður í forritinu Strava og geta þátttakendur hjólað leiðina hvenær sem er svo lengi sem byrjað er að hjóla fyrir kl:12:00 þá ættu allir að vera búnir fyrir kl 15:00. Haldið verður utan um skráningar og greiðslur þátttökugjalds í skráningarkerfi Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
 
Til að ekki komi til hópamyndana í Fjölskylduvænum Mosfellshring verður ræsing í litlum hópum á ca. 15 min fresti frá kl: 9:00 og geta þátttakendur hjólað leiðina hvenær sem er svo lengi sem byrjað er að hjóla fyrir kl:12:00 þá ættu allir að vera búnir fyrir kl 14:00. Haldið verður utan um skráningar og greiðslur þátttökugjalds í skráningarkerfi GM.