Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Sumarhappdrættismiði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2025 er kominn í heimabankann hjá flestum. Einnig er hægt að kaupa happdrættismiða í vefverslun SLF. Kaupa miða!
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 og hefur frá upphafi rutt braut og unnið mikilvægt frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra undir merkjum félagsins, Æfingastöðvarinnar og Reykjadals.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra treystir á ýmsar fjáraflanir til að fjármagna starfsemi sína. Með kaupum á happdrættismiða SLF styður þú við mikilvæga starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og gætir átt von á glæsilegum vinningi.
1. vinningur. Skoda – Elroq frá Heklu, bíll ársins í flokki rafdrifinna fjölskyldubíla* að verðmæti kr. 5.990.000 kr.,-
* What Car? Car of the Year Awards 2025. Búnaður bílsins á myndinni getur verið frábrugðinn búnaði vinningsbílsins.
2.– 4. vinningur. Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 1.000.000,- kr. hver vinningur.
5.-10. vinningur. Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 700.000,- kr. hver vinningur.
11.-100. vinningur. Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 300.000,- kr. hver vinningur.
Útgefnir miðar eru 61.000. Söluverð hvers miða er kr. 3.900. Vinningar eru 100 að heildarverðmæti kr. 41.090.000. Vinningar eru auglýstir í Lögbirtingablaðinu og fjölmiðlum að loknum drætti. Upplýsingar um vinninga eru á heimasíðu félagsins www.slf.is og á skrifstofu félagsins í síma 535-0900. Gildistími vinninga er eitt ár frá því að útdráttur fer fram. Öllum hagnaði af happdrættinu er varið til eflingar starfsemi félagsins. Vinningar eru skattfrjálsir.