Sumarstörf fyrir námsmenn um land allt

Við erum að leita að starfsfólki í skemmtileg sumarstörf hjá Reykjadal. Annað árið í röð höfum við hjá Reykjadal fengið tækifæri til þess að bjóða fleiri gestum upp á sumardvöl, gleði og ævintýri um allt land. Við erum með sumarbúðir í Mosfellsdal og einnig í Háholti í Skagafirði. Einnig verðum við með ævintýranámskeið á höfuðborgarsvæðinu og við ætlum að bjóða fullorðnum með fötlum upp á sumarfrí eins og síðasta sumar.

Við erum alveg ofsalega spennt fyrir sumrinu og erum að leita að starfsfólki til að taka þátt í að gera sumarið ævintýralegt fyrir gesti okkar. Við hvetjum sérstaklega nemendur á félags- og heilbrigðisvísindasviði til að sækja.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð. Hér má nálgast umsóknareyðublað.

Þetta er tilvalið tækifæri til að öðlast reynslu og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi. Við leitum að fólki sem hefur áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. En hvernig er að vinna hjá Reykjadal? Mikki sagði frá því á dögunum: