Systkinavikur á ævintýranámskeiðinu

Systkinum barna og ungmenna með fötlun og/eða sérþarfir stendur nú til boða taka þátt í ævintýranámskeiði Reykjadals á sérstökum systkinavikum. Vikurnar 19.-23. júlí og 9.-13. ágúst verða tileinkaðar systkinum sem geta upplifað ævintýri Reykjadals saman og þannig styrkt tengslin. Félagsmálaráðuneytið frjármagnar verkefnið sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid-19.

Markmið námskeiðsins er að styrkja tengsl systkina með því að verja tíma saman í skemmtilegu umhverfi og gera þeim kleift að tengjast öðrum í svipuðum aðstæðum. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu og skipulagið líkist hefðbundnu leikjanámskeiði með dagskrá allan daginn og börnin/ungmennin sótt í lok dags.

Unnið er eftir hugmyndafræði sumarbúðanna í Reykjadal. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. Við leggjum áherslu á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum og sé fremstur meðal jafningja.

Tími: Skipulögð dagskrá er frá kl. 9-16. Boðið er upp á gæslu frá 8-9 og 16-17 svo allir ættu að geta fundið hentugan viðverutíma.

Aldur: 0-18 ára

Verð: 15.000 kr. á einstakling fyrir vikunámskeið með fæði og 50% afsláttur er veittur fyrir systkini.

Hægt er að sækja um hér