Þú getur hlaupið til góðs í nýjum æfingabol

Tania og Inga, starfsmenn Æfingastöðvarinnar, prófuðu bolina í dag!
Tania og Inga, starfsmenn Æfingastöðvarinnar, prófuðu bolina í dag!

Sala er hafin á æfingabolum á netverslun Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, kaerleikskulan.is. Allur ágóði af sölu bolanna rennur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, ágóði af sölu Reykjadalsbolsins rennur til Reykjadals og Æfingastöðvarbolurinn er til styrktar Æfingastöðinni.

Hlauparar sem eru að safna áheitum fyrir Reykjadal eða Styrkarfélag lamaðra og fatlaðra/Æfingastöðina inn á www.hlaupastyrkur.is geta óskað eftir afsláttarkóða sem veitir 20% afslátt af bolnum. Sendu okkur línu í tölvupósti til að fá kóðann :)

Smelltu á myndirnar til að komast í netverslunina