Tilkynning vegna hertra samkomutakmarkanna

Við biðjum ykkur vinsamlegast að vera með grímu þegar komið er með börnin.
Við biðjum ykkur vinsamlegast að vera með grímu þegar komið er með börnin.

Í ljósi hertra samkomutakmarkana fellur allt hópastarf á Æfingastöðinni niður fram að páskum. Að öðru leyti verður starfsemin óbreytt og saman hjálpumst við að við að gæta allra sóttvarna.

Við höfum sett nokkrar reglur sem við biðjum ykkur um að fylgja:

  • Foreldrum er ekki heimilt að koma í húsið nema í undantekningartilfellum í samráði við þjálfara.
  • Tekið er á móti börnum í anddyrinu (hámark 10 manns í anddyri). Vinsamlegast berið grímu þegar komið er með barnið
  • Mætið á réttum tíma til að lágmarka biðtíma á biðstofu
  • Virðum tveggja metra regluna
  • Munum eftir sprittun/handþvotti og forðumst óþarfa snertingu
  • Ef þú eða barnið þitt eruð með flensulík einkenni ertu vinsamlegast beðin um að afboða tímann og fylgja ráðum landlæknis

Stór hluti skjólstæðinga Æfingastöðvarinnar er í áhættuhópi m.a. einstaklingar með veikt ónæmiskerfi og/eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er á ábyrgð hvers og eins hvort viðkomandi óskar að mæta í þjálfun eða ekki, en við ráðleggjum einstaklingum í áhættuhópum að afboða tímana sína. 

Hægt er að afboða í síma 535-0900 eða með því að senda tölvupóst á þjálfara.