Við leitum að iðjuþjálfa á Æfingastöðina

Æfingastöðin auglýsir stöðu iðjuþjálfa lausa til umsóknar. Á Æfingastöðinni starfar öflugur hópur iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara að því að efla þátttöku barna og ungmenna heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina. Árlega nýta um 1100 börn og fjölskyldur þeirra sér fjölbreytta þjónustu stofnunarinnar. Á Æfingastöðinni er veitt fjölskyldumiðuð þjónusta og endurhæfing í formi einstaklings- og hópíhlutunar, ráðgjafar og stuðnings. Meðal verkefna iðjuþjálfa má nefna hópastarf af ýmsu tagi, undirbúning fyrir skólabyrjun og þátttöku í reglubundnum tómstundum, samstarf við aðra sem koma að málum skjólstæðinga okkar, ráðgjöf vegna aðlögunar á umhverfi og verkefnum og íhlutun með aðstoð dýra. Framundan eru spennandi verkefni sem hafa það að marki að efla þjónustu við skjólstæðinga okkar og skapa tækifæri til fagþróunar og má þar nefna innleiðingu F-orða.

Æfingastöðin er til húsa við Háaleitisbraut 13 í Reykjavík auk þess að útbú er starfrækt í Hafnarfirði.

Við viljum ráða öflugan iðjuþjálfa innan okkar raða sem hefur brennandi áhuga á fjölbreyttu starfi iðjuþjálfunar með börnum og fjölskyldum þeirra, þátttöku í stefnumótun og nýsköpun í starfi. Hvetjum við iðjuþjálfa með reynslu jafnt sem nýútskrifaða til að sækja um.

 

Æfingastöðin er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu 36 klst.  

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á þeirri iðjuþjálfun sem viðkomandi veitir og mat á árangri íhlutunar
  • Mat á færni, veitingu þjálfunar og ráðgjöf
  • Skráning og skýrslugerð
  • Þátttaka í hópastarfi
  • Þátttaka í teymisvinnu
  • Þátttaka í fagþróun

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi frá Embætti landlæknis
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf 
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum       
  • Íslenskukunnátta áskilin

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa gert.

Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Gott er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar og berist til gunnhildur@slf.is

 

Nánari upplýsingar veitir

Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi 
gunnhildur@slf.is  
863-3928