Vinna að samnorrænum gagnagrunni um áhrif CP

Rannsóknarteymið
Rannsóknarteymið

Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni tekur þátt í samnorrænu verkefni sem snýst um að rannsaka hvernig það að vera með Cerebral  Palsy (CP) hefur áhrif á heilsu, lífsgæði, félags- og fjárhagsstöðu, menntun, þátttöku í atvinnulífinu og notkun heilbrigðisþjónustu. Ennfremur er ævilengd einstaklinga með CP og foreldra þeirra skoðuð og hvort  kyn eða búseta hafi áhrif á ofannefnda þætti. Fimm Norðurlandanna, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Ísland, taka þátt í verkefninu. Stefnt er að því að mynda samnorrænan grunn sem byggir á þverfaglegri rannsóknarvinnu fagfólks frá Norðurlöndum.

Markmiðið með því er að auka þekkingu á því hvaða áhrif það að vera með langvarandi og flóknar skerðingar hefur á einstaklinginn, fjölskyldu hans og þátttöku hans í samfélaginu. Með þverfaglegri rannsóknarvinnu sem byggir á gagnagrunnum sem þegar eru til eða í uppbyggingu í hverju landi fyrir sig að viðbættri gagnasöfnun verður hægt að auka þekkingu um þessa þætti. Sú þekking kemur að notum við hönnun klínískra vinnuleiðbeininga sem byggðar eru á gagnreyndum niðurstöðum.

Nánar má lesa um verkefnið hér.