Íhlutun með aðstoð dýra

Á Æfingastöðinni starfa þjálfarar með sérhæfða menntun í íhlutun með aðstoð dýra. Boðið er upp á sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hundi.

Auk þess býður Æfingastöðin upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.

 

Verklegt námskeið í íhlutun með aðstoð hunds verður haldið í Reykjadal 5.-6. maí 2024, sjá upplýsingar hér.

Ráðstefnan Að styðjast við dýr í starfi með fólki var haldin í október 2022. Sjá nánari upplýsingar hér.