Karfan er tóm.
[Uppselt er á námskeiðið!]
Æfingastöðin stendur fyrir námskeiðinu Að styðjast við hesta í starfi með fólki, dagana 15. og 16. september 2024. Á námskeiðinu verður yfir hvernig hægt er að innleiða hesta í fjölbreytt starf með fólki með það að marki að ýta undir heilsu, færni og þátttöku. Námskeiðið er haldið í beinu framhaldi af Ráðstefnu Æfingastöðvarinnar: Dýr í starfi með fólki sem fer fram laugardaginn 14. september.
Um er að ræða tveggja daga námskeið sem skiptist í fræðilega og verklega hluta. Farið verður yfir fræðilegan bakgrunn þess að veita þjónustu með aðstoð hesta. Þá verður unnið að verklegum æfingum með hestum þar sem tekið verður mið af faglegum bakgrunni og þörfum þátttakenda.
Vinsamlegast athugið að námskeiðið fer fram á ensku.
Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er ætlað fjölbreyttum hópi þátttakenda, m.a. þeim sem starfa við veitingu meðferða, þjálfunar eða menntunar einstaklinga með vanda af geðrænum toga. Má nefna geðlækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa o.fl.
Námskeiðið hentar einnig breiðum hópi fólks með ólíkan faglegan bakgrunn auk þeirra sem starfa innan hestamennsku, ss. bændum eða hestafólki.
Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði eru 18 manns.
Kennari:
Norunn Kogstad geðlæknir stofnaði og rekur Lundehagen Gård í Noregi þar sem fram fer fræðsla, meðferðir og rannsóknir á áhrifum hesta í starfi með fólki.
Norunn hefur sinnt geðlækningum með aðstoð hesta, staðið fyrir og veitt fræðslu fyrir fagfólk um að styðjast við hesta í starfi við bæði á Noregi og víða erlendis. Í doktorsnámi sínu við sálfræðideild Norwegian University of Science and Technology rannsakar hún og teymi hennar áhrif þess að styðjast við hesta í geðlækningum bæði áhrif meðferðarinnar á skjólstæðinga og áhrif á hestinn sjálfan. Norunn er einnig H.E.A.L. leiðbeinandi og með EAGALA réttindi.
Dagsetning og staður
15.-16. september 2024
Sunnudagur kl. 10:00-16:00
Mánudagur kl. 10:00-16:00
Staður: Faxabraut 2, 815 Þorlákshöfn
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning er hafin í netverslun SLF - SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ
Námskeiðsgjald er 105.000 kr. Ekki er boðið upp á mat en kaffi og te er innifalið í námskeiðsgjaldi.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á gunnhildur@slf.is.
Æfingastöðin áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.
Ráðstefna Æfingastöðvarinnar: Dýr í starfi með fólki fer fram laugardaginn 14. september í Reykjadal í Mosfellsdal. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna verður kynnt á næstu dögum.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Jakobsdóttir yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar í netfang: gunnhildur@slf.is