- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Æfingastöðin bíður í annað sinn upp á tveggja daga verklegt námskeið í íhlutun með aðstoð hunds. Námskeiðið fer fram dagana 1.-2. október 2023 í Reykjadal í Mosfellsdal og kostar 34.000 kr.
Skráning á námskeið fer fram í netverslun SLF hér: Verklegt námskeið
Námskeiðslýsing:
Megináhersla verður lögð á verklega þjálfun hunda í æfingum sem nýtast í starfi með fólki innan heilbrigðis-, menntunar- og félagsþjónustu. Line Sandsted mun hafa yfirumsjón með þjálfun teyma en auk hennar verða fleiri erlendir þjálfarar með reynslu. Þá verður einnig fræðsla um leiðir til að tryggja velferð hunda og ábyrgð stjórnanda hunds.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
* Þjálfun hunda í æfingum er nýtast í starfi með fólki
* Viðurkenndar leiðir við þjálfun hunda sem ætlaðir eru í slíkt starf
* Velferð hunda og ábyrgð stjórnenda hunds í starfi með fólki
Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er ætlað fagfólki sem starfa innan heilbrigðis-, félags- og menntunarþjónustu og hefur áhuga á að styðjast við hunda í starfi sínu. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði eru 15 teymi eigenda og hunda. Einnig er boðið upp á nokkur pláss fyrir áhorfendur án hunds og er áhugasömum bent á að hafa samband gegnum netfangið gunnhildur@slf.is. Hvorki er gerð krafa um þekkingu og færni hunds né eiganda fyrir þátttöku á námskeiði.
Kennarar
* Line Sandstedt, frá Noregi. Line starfar hjá International Center for Anthrozoology (IcofA) sem hefur verið leiðandi m.a. í kennslu, þjálfun skipulagðrar íhlutunar með aðstoð dýra í Noregi og víðar. Line sinnir þar kennslu og þjálfun, skapgerðarmats og úttekt á dýrum sem ætluð eru til að starfa með fólki. Hún er með framhaldsnám í sérkennslufræðum og hefur starfað við hundaþjálfun frá árinu 1990. Line heldur ýmiss konar námskeið fyrir hundaeigendur í Noregi og víðar og tekur þátt í vinnuprófum með eigin hundum. Þá heldur hún fyrirlestra um AAI víða um heim ásamt því að halda námskeið í hundaþjálfun á Norðurlöndunum. Síðustu ár hefur starf hennar að miklum hluta beinst að því að þjálfa AAI-teymi í Noregi, Póllandi, Íslandi og Búlgaríu.
* Magda Nawarecka-Piątek frá Póllandi og hefur mikla reynslu innan íhlutunar með aðstoð hunda. Magda stýrir samtökum í Póllandi er á ensku kallast "Animals for People Association" https://zwierzetaludziom.pl/ . Hún er meðhöfundur og verkefnastjóri í alþjóðlegum verkefnum innan AAI eins og "Human Dog Teams" og "Personality Assessment for Dogs and Cats in AAI (PADA). Þá er hún einnig hundaþjálfari og sérhæfir sig í þjálfun teyma innan AAI. Auk þess starfar Magda með þjónustuhundinum sínum Morka með öldruðum og börnum innan sjúkrastofnana.* Mari-Louise Asp er barnaverndarstarfsmaður og AAI leiðbeinandi. Í starfi sínu beinir hún sjónum sínum á hin sterku tengsl milli hunda og manna. Ástríða hennar liggur í því að skilja og hlúa að djúpstæðu sambandi milli hunda og manna. Mari-Louise starfar hjá Dyrebar Omsorg sem leiðbeinandi, PADA matsmaður ásamt því að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum innan íhlutunar með aðstoð dýra.
* Gunnhildur Jakobsdóttir, iðjuþjálfi og formaður Hjálparhunda Íslands. Gunnhildur lauk námi í Noregi um íhlutun með aðstoð hunda og hefur starfað með þjónustuhundinum Skottu í iðjuþjálfun á Æfingastöðinni síðastliðin ár. Gunnhildur og Skotta eru vottað teymi frá ICofA.
Staðsetning: Reykjadalur í Mosfellsbæ
Tímasetning: sunnudagur 1. okt. og mánudagur 2. okt. 2023, kl. 10:00-16:00, báða daga. Samtals 12 klukkustundir.
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar:
Námskeiðsgjald er 34.000 kr. Ekki er boðið upp á mat en kaffi og te er innifalið í námskeiðsgjaldi.