Karfan þín

Karfan er tóm.

Verklegt námskeið: Íhlutun með aðstoð hunds

Æfingastöðin bíður upp á tveggja daga verklegt námskeið í íhlutun með aðstoð hunds. Námskeiðið fer fram dagana 5.-6. maí 2024 í Reykjadal í Mosfellsdal og kostar 45.000 kr.

Skráning á námskeið fer fram í netverslun SLF hér:  Verklegt námskeið

Námskeiðslýsing:
Megináhersla verður lögð á verklega þjálfun hunda í æfingum sem nýtast í starfi með fólki innan heilbrigðis-, menntunar- og félagsþjónustu. Line Sandsted mun hafa yfirumsjón með þjálfun teyma en auk hennar verða fleiri erlendir þjálfarar með reynslu. 

Á námskeiðinu verður farið yfir:
* Þjálfun hunda í æfingum er nýtast í starfi með fólki
* Viðurkenndar leiðir við þjálfun hunda sem ætlaðir eru í slíkt starf
* Velferð hunda og ábyrgð stjórnenda hunds í starfi með fólki

 

Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er ætlað fagfólki sem starfa innan heilbrigðis-, félags- og menntunarþjónustu og hefur áhuga á að styðjast við hunda í starfi sínu. Hvorki er gerð krafa um þekkingu og færni hunds né eiganda fyrir þátttöku á námskeiði. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði eru 18 teymi eigenda og hunda. Einnig er boðið upp á nokkur pláss fyrir áhorfendur án hunds. 

 

Kennarar
* Line Sandstedt, frá Noregi. Line starfar hjá International Center for Anthrozoology (IcofA) sem hefur verið leiðandi m.a. í kennslu, þjálfun skipulagðrar íhlutunar með aðstoð dýra í Noregi og víðar. Line sinnir þar kennslu og þjálfun, skapgerðarmats og úttekt á dýrum sem ætluð eru til að starfa með fólki. Hún er með framhaldsnám í sérkennslufræðum og hefur starfað við hundaþjálfun frá árinu 1990. Line heldur ýmiss konar námskeið fyrir hundaeigendur í Noregi og víðar og tekur þátt í vinnuprófum með eigin hundum. Þá heldur hún fyrirlestra um AAI víða um heim ásamt því að halda námskeið í hundaþjálfun á Norðurlöndunum. Síðustu ár hefur starf hennar að miklum hluta beinst að því að þjálfa AAI-teymi í Noregi, Póllandi, Íslandi og Búlgaríu.

* Magda Nawarecka-Piątek frá Póllandi og hefur mikla reynslu innan íhlutunar með aðstoð hunda. Magda stýrir samtökum í Póllandi er á ensku kallast "Animals for People Association" https://zwierzetaludziom.pl/ . Hún er meðhöfundur og verkefnastjóri í alþjóðlegum verkefnum innan AAI eins og "Human Dog Teams" og "Personality Assessment for Dogs and Cats in AAI (PADA). Þá er hún einnig hundaþjálfari og sérhæfir sig í þjálfun teyma innan AAI. Auk þess starfar Magda með þjónustuhundinum sínum Morka með öldruðum og börnum innan sjúkrastofnana.

* Mari-Louise Asp er barnaverndarstarfsmaður og AAI leiðbeinandi. Í starfi sínu beinir hún sjónum sínum á hin sterku tengsl milli hunda og manna. Ástríða hennar liggur í því að skilja og hlúa að djúpstæðu sambandi milli hunda og manna. Mari-Louise starfar hjá Dyrebar Omsorg sem leiðbeinandi, PADA matsmaður ásamt því að  taka þátt í alþjóðlegum verkefnum innan íhlutunar með aðstoð dýra. 

* Gunnhildur Jakobsdóttir, iðjuþjálfi og formaður Hjálparhunda Íslands. Gunnhildur lauk námi í Noregi um íhlutun með aðstoð hunda og hefur starfað með þjónustuhundinum Skottu í iðjuþjálfun á Æfingastöðinni síðastliðin ár. Gunnhildur og Skotta eru vottað teymi frá ICofA. 

Staðsetning: Reykjadalur í Mosfellsbæ

Tímasetning: sunnudagur 5. maí og mánudagur 6. maí, kl. 10:00-16:00, báða daga. Samtals 12 klukkustundir.

 

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar:
Námskeiðsgjald er 45.000 kr. Ekki er boðið upp á mat en boðið verður upp á kaffi og te.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á gunnhildur@slf.is. Æfingastöðin áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið. 

  

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar, í netfang: gunnhildur@slf.is