Karfan er tóm.
Þriðjudaginn 7. maí 2024 fer fram viðurkennt skapgerðarmat þar sem kannað er hvort hundur hafi þá skapgerðareiginleika sem henta í starfi með fólki. Um er að ræða samstarfsverkefni Æfingastöðvarinnar og Dyrebar Omsorg sem er norsk stofnun sem sérhæfir sig í rannsóknum og starfi tengdu íhlutun með aðstoð dýra.
Prófið fer fram á Æfingastöðinni, Háaleitisbraut 13, 104 Reykjavík
Skráning fer fram hér
Leiðbeiningar um skráningu má finna hér neðst í auglýsingu.
Til viðmiðunar þá er lágmarksaldur hunds er 18-24 mánaða (breytilegt eftir tegundum).
Á Æfingastöðinni hefur farið fram íhlutun með aðstoð dýra í fjölda ára og leggur stöðin mikla áherslu á að veita markvissa þjónustu á öryggan og hagnýtan hátt fyrir skjólstæðinga sína. Hluti af því er að velja til starfa dýr sem búa yfir þeirri skapgerð sem talin er henta fyrir krefjandi hlutverk og aðstæður sem íhlutun með aðstoð dýra getur sannarlega verið. Þjónustuhundur Æfingastöðvarinnar, Skotta fór ásamt stjórnanda sínum í gegnum þetta mat og stóðst það og hefur sinnt góðu starfi.
Um er að ræða viðurkennt skapgerðarmat sem þróað var af aðilum sem hafa vísindalegan bakgrunn í atferli og þjálfun hunda og aðila er starfa innan íhlutunar með aðstoð dýra (animal assisted intervention). Matið er markvisst notað í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Póllandi, Ungverjalandi og nú á Íslandi.
Ólíkt vinnuprófum er hér ekki verið að meta hlýðni hundsins heldur hvort hann beri þau persónuleikaeinkenni sem teljast henta til þjálfunar fyrir að vinna náið með fólki innan íhlutunar með aðstoð dýra (AAI).
Nánari upplýsingar um PADA skapgerðarmatið má finna hér á heimasíðu IcofA (International Center of Anthrozoology) https://www.pada-icofa.com/
Einstaklingar sem starfa innan heilbrigðis, menntunar- eða félagsþjónustu og styðjast við eða hafa áhuga á að styðjast við hund í starfi.
Ræktendur sem vilja nánari upplýsingar um skapgerð hundanna sinna.
Eigendur sem hafa áhuga á atferli hunda og langar að fá betri sýn og skilning á hvernig hundurinn bregst við mismunandi aðstæðum.
Leiðbeiningar um skráningu á norsku síðunni:
1) Smellt á Legg til i handlekurv
2) Smellt á Vis handlekurv
3) Smellt á Gå til kassen
Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur yfiriðjuþjálfi á Æfingastöðinni (gunnhildur@slf.is) og Line Sandstedt skapgerðarmatsdómari hjá ICofA (line@dyrebaromsorg.no)