Hópþjálfun fyrir börn (4-12 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í hreyfileikjum með jafnöldrum, með áherslu á fótboltafærni.
Markmið:
|
- Að bæta hreyfifærni sína
- Að njóta þess að stunda hreyfingu í jafningjahóp
- Efla líkamsvitund og grófhreyfifærni
- Bæta þor og trú á eigin getu og að fara eftir fyrirmælum
- Að hvetja til aukinnar hreyfingar í nánasta umhverfi
|
Námskeiðslýsing:
|
Þjálfunin er fjölbreytt og miðast við að efla undirstöðuatriði í fótbolta og leikskilningi. Lögð er áhersla á gott skipulag og leikgleði.
Boðið er upp á hópana að vori. Hóparnir eru aldursskiptir.
|
Staður:
|
Íþróttasalur ÍFR Hátúni 13 eða gervigrasvellir í nágrenninu.
|
Tími:
|
1x í viku, 45 mínútur í senn, alls 8-12 skipti.
Námskeið á vorönn.
|
Umsjón:
|
Sjúkraþjálfarar
Ábyrgðarmaður: Pétur Eggertsson
|
|