Íþróttahópur

Hópþjálfun fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskóla (6-8 ára). Markmið hópsins er að undirbúa börn fyrir þátttöku íþróttatengdum athöfnum í skóla og úti í samfélaginu. 

Markmið:

  • Efla grófhreyfifærni, þol og styrk
  • Efla þátttöku og leikgleði
  • Auka trú á eigin getu

Námskeiðslýsing:
Þjálfunin er fjölbreytt og miðar að því að efla undirstöðuatriði í grófhreyfifærni, boltafærni og leikskilningi. Lögð er áhersla á gott skipulag, sjónrænar leiðbeiningar og endurtekningu.

Stuttur kynningarfundur fyrir foreldra og börn er  í upphafi fyrsta tíma og viðtal við foreldra við lok námskeiðs.

Börnin fá heimaæfingar í hverri viku.

Staður:
Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13

Tími:
1 x í viku, 50 mín í senn. 8-10 skipti

Námskeið á haust- og vorönn 

Umsjón:
Guðrún Ágústa Brandsdóttir og Kolbrún Kristínardóttir sjúkraþjálfarar.

 

Til baka í yfirlit hópa

Bergþór Snær og Anna Sóley, nemendur í sjúkraþjálfun, gerðu fyrir myndband fyrir Íþróttahóp á Æfingastöðinni. Þau áttu að koma í verknám vorið 2020 en gátu ekki vegna samkomubanns.