Skólahópur

Skólahópur er námskeið fyrir börn á síðasta ári í leikskóla (5-6 ára) sem eru með frávik í fínhreyfi- og/eða félagsfærni. Lögð er áhersla á undirbúning fyrir skólagöngu þar sem þau fá hvatningu og þjálfun til að auka færni meðal jafnaldra.

 

Markmið:

  •   Efla fínhreyfifærni og handbeitingu
  •   Efla félagsfærni, tengsl og tjáningu
  •   Efla jákvæð samskipti með þátttöku í hópleikjum
  •   Fylgja fyrirmælum og fara eftir reglum
  •   Auka einbeitingu og úthald
  •   Huga að setstöðu og vinnustöðu
  •   Efla sjálfstraust og þor

 

Námskeiðslýsing:

Unnið er með skólafærni með áherslu á þátttöku og samskipti í gegnum fínhreyfiverkefni og hópleiki.

Frávik í fínhreyfifærni og/eða félagsfærni og mat iðjuþjálfa í samvinnu við foreldra er forsenda þátttöku.

Hámark 4-6 börn í hverjum hópi.

Staður:

Æfingastöðin,  Háaleitisbraut 13.

Tími:

2x í viku, 60 mín. í senn, alls 14 tímar.

Námskeið á vor- og haustönn.

Umsjón:

Iðjuþjálfar

 Til baka í yfirlit hópa