Útivist og fjör

Útivist og fjör er tveggja vikna sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-11 sem eru með frávik í félagsfærni og þurfa hvatningu og þjálfun til að öðlast færni í samskiptum  og leik við jafnaldra sína.

Markmið:

  •   Efla félagsfærni, tengsl og tjáningu
  •   Efla jákvæð samskipti með þátttöku í hópleikjum
  •   Efla fínhreyfifærni og handbeitingu
  •   Fylgja fyrirmælum
  •   Efla einbeitingu og úthald
  •   Efla sjálfstraust og þor

 

Námskeiðslýsing:

Krakkarnir fá stundaskrá í byrjun   námskeiðsins. Hver dagur hefur þema sem er tengt þeim verkefnum sem lögð eru   fyrir á daginn. Áhersla er lögð á samvinnuleiki, hreyfileiki og spil en   einnig er farið í vettvangsferðir s.s í hellaferð, klifur og ratleik um hverfið.  

Í upphafi eru sett markmið með barninu   og foreldrum sem eru metin í lok námskeiðsins.

 

Staður:

Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13

 

Tími:

Tvær vikur, 3 klst. á   dag í júní, júlí og ágúst.

 

Umsjón:

Iðjuþjálfar

Ábyrgðarmaður: Harpa María Örlygsdóttir

 

Til baka í yfirlit hópa