Fullt hús á ráðstefnu Æfingastöðvarinnar Að styðjast við dýr í starfi með fólki

Uppbókað var á ráðstefnu Æfingastöðvarinnar, Að styðjast við dýr í starfi með fólki, sem fór fram í dag fyrir fullum sal í Reykjadal í Mosfellsbæ sunnudaginn 30.október síðastliðinn.


Áhugi á umfjöllunarefni ráðstefnunnar leynir sér ekki en fram komu Line Sandstedt sem fjallaði um íhlutun með aðstoð dýra og hundinn í starfi með kennara; Hilde Ulvatne Marthinsen sem kynnti aðferðir við þjálfun dýra; Guðbjörg Eggertsdóttir sagði frá þróun og sögu sjúkraþjálfunar á hestbaki; Gunnhildur Jakobsdóttir fjallaði um hundinn Skottu í starfi með iðjuþjálfa og Sigurður Rúnar Sæmundson sagði frá áralöngu starfi með Grayson, hundinum sem starfar með tannlæknum í Bandaríkjunum.

Sjá nánar hér: https://www.slf.is/is/aefingastodin/radstefna