Ný sumarstörf fyrir námsmenn í sumarbúðum Reykjadals í Háholti í Skagafirði

Mynd tekin í Reykjadal í fyrrasumar.
Mynd tekin í Reykjadal í fyrrasumar.

Við leitum að ungu og ábyrgu fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í að gera sumarið ógleymanlegt fyrir gesti nýrra ævintýrabúða í Háholti í Skagafirði. Þangað koma börn og ungmenni á aldrinum 8-18 ára sem eru með ADHD og/eða einhverfu.

Stefnt er að því að taka á móti fyrstu gestunum 15. júní og ljúka í byrjun ágúst. Þetta er því tilvalin sumarvinna með skóla.

Við leitum að starfsfólki á dagvaktir, á næturvaktir og í eldhús.

Ekki er gerð krafa um menntun en áhugi er auðvitað skilyrði. 

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní.

Hægt er að sækja um hér

Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals í síma 535-0900 eða með tölvupósti á reykjadalur@slf.is