Opnað fyrir umsóknir í Jafningjasetrið: Félagsmiðstöð í anda Reykjadals

Frá kvöldvöku í Reykjadal
Frá kvöldvöku í Reykjadal

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafningjasetur Reykjadals, nýjan frístundavalkost á vegum Reykjadals. Markmið Jafningjasetursins er að efla og styrkja fötluð börn og ungmenni með því að auka möguleika þeirra á félagslegum tengslum og bjóða upp á aukið úrval í tómstunda-, frístunda- og menningastarfi.

Jafningjasetrið er að einhverju leyti í anda félagsmiðstöðvar. Opið veður á laugardögum og sunnudögum frá 10-18 og eitt virkt kvöld í viku. Hugmyndafræði sumarbúðanna í Reykjadal verður í forgrunni og lögð áhersla á að styrkja félagsleg tengsl. Raðað er í hópa í von um að þátttakendur séu með vinum sínum, fái tækifæri til að eignast nýja vini og séu fremstir á meðal jafningja.

Aðsókn mun stýra fjölda heimsókna fyrir hvern og einn. Reynt verður að koma til móts við þarfir allra.

Þátttökugjaldið er 2000 kr. fyrir hverja heimsókn.

Staðsetning verður auglýst mjög fljótlega.

Sæktu um hér