Sumarfrí fyrir fullorðið fatlað fólk - opið fyrir umsóknir 2024

Sumarfrí 2024
Sumarfrí 2024

Fimmta árið í röð stendur fötluðu fólki á aldrinum 21-35 ára til boða að koma í sumarfrí að hætti Reykjadals í ágúst eða september með stuðningi Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. 

Vinahópurinn hittist í byrjun sumars og skipuleggur sjálfur komandi frí. Skipulagshittingar fara fram í maí - júní en dvölin sjálf stendur yfir 3 nætur í ágúst / september. Verð í fríið er 60.000kr með öllu inniföldu. Umsóknarfrestur er 5. apríl 2024 og úthlutun mun fara fram stuttu seinna. Takmörkuð pláss eru í boði.

Umsókn um dvöl í Sumarfrí 2024