Fréttir

Fjórir nýjir starfsmenn á Æfingastöðinni

Fjórir nýjir starfsmenn hófu störf á Æfingastöðinni nýverið, þær Evelin Fischer iðjuþjálfi, Hildigunnur Halldórsdóttir íþróttafræðingur, Kolbrún Kristínardóttir sjúkraþjálfari og Kristín Dís Guðlaugsdóttir iðjuþjálfi.
Lesa meira

Molar í tilefni af 65 ára afmæli

Í dag eru 65 ár liðin frá stofnun Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Því er vel við hæfi að gefa út fyrsta tölublað Mola sem er nýtt veffréttabréf Styrktarfélagsins, Æfingastöðvarinnar og Reykjadals. Við þökkum velunnurum og vinum okkar fyrir stuðninginn þessi 65 ár!
Lesa meira

Samverustundir í náttúrunni mikilvægar lýðheilsu

„Útivera og samverustundir fjölskyldunnar úti í náttúrunni skipta miklu máli fyrir lýðheilsu barna og unglinga.“ Þetta er niðurstaða meistararannsóknar Kolbrúnar Kristínardóttur sjúkraþjálfara um gildi og viðhorf íslenskra og norskra foreldra til frítíma fjölskyldunnar, útiveru og náttúrustunda í uppvexti barna.
Lesa meira

ÍFR býður börnum með hreyfihömlun í íþróttaskóla

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík býður 4 til 10 ára börnum með hreyfihömlun að taka þátt í íþróttaskóla. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku í skólanum sem hefst laugardaginn 11. febrúar.
Lesa meira

Vinningsnúmer í jólahappdrætti SLF 2016

Dregið hefur verið í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer:
Lesa meira

Sölu Kærleikskúlunnar og Pottaskefils lýkur á föstudag

Sölu Kærleikskúlunnar og jólaóróans Pottaskefils lýkur næstkomandi föstudag, 16. desember. Sölutímabilið er 15 dagar, hófst 2. desember og stendur yfir til 16. desember. Enn er hægt að nálgast eintök af Kærleikskúlunni Sýn og Pottaskefli á næsta sölustað eða í netverslun okkar.
Lesa meira

Pottaskefill og SÝN eru nú fáanleg um land allt

Pottaskefill þjófstartaði og er kominn til byggða og beint í verslanir um land allt. Kærleikskúlan SÝN eftir Sigurð Árna Sigurðsson er einnig komin í verslanir. Pottaskefill, sem hannaður er af Signýju Kolbeinsdóttur, og SÝN verða til sölu frá 2. - 16. desember.
Lesa meira

Peggy handhafi Kærleikskúlunnar 2016

Peggy Oliver Helgason er handhafi Kærleikskúlunnar 2016 - Sýn. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Peggy kúluna við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum sem þakklætisvott fyrir starf hennar í þágu langveikra og fatlaðra barna og ungmenna.
Lesa meira

Kærleikskúlan afhent í fjórtánda sinn

Afhending Kærleikskúlunnar Sýn eftir Sigurð Árna Sigurðsson fer fram á Kjarvalsstöðum í dag, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 11.
Lesa meira

SÝN eftir Sigurð Árna er Kærleikskúla ársins

Við kynnum með stolti Kærleikskúlu ársins 2016, SÝN, eftir Sigurð Árna Sigurðsson.
Lesa meira