Hugmyndir að hreyfingu barna - myndbönd

Nemendur í sjúkraþjálfun sem áttu að koma í verknám á Æfingastöðinni vorið 2020 en gátu ekki vegna samkomubanns gerðu myndbönd sem sýnir hvernig þau myndu leggja upp hóptíma. Nemendurnir gerðu myndband fyrir Hvolpa, Ormaskopp og Íþróttahóp. Við erum svo heppin að fá að deila þessum myndböndum.

Bergþór Snær og Anna Sóley gerðu myndband fyrir Íþróttahóp. Íþróttahópur er hópþjálfun á Æfingastöðinni fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskóla (6-8 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega og félagslega færni til að taka þátt í leik og tómstundum með jafnöldrum.

Bergþór Snær og Anna Sóley, nemendur í sjúkraþjálfun, gerðu fyrir myndband fyrir Íþróttahóp á Æfingastöðinni. Þau áttu að koma í verknám vorið 2020 en gátu ekki vegna samkomubanns.

Atli og Nanna gerðu æfingar fyrir Ormaskoppshópinn. Ormaskopp er hópþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri (4-6 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í hreyfileikjum með jafnöldrum.

 

Aníta Sif og Sólveig Lóa gerðu æfingamyndband fyrir Hvolpahóp. Hvolpar er færniþjálfun í hóp fyrir börn á leikskólaaldri (3-6 ára) með frávik í hreyfiþroska.