Ráðstefna og námskeið Æfingastöðvarinnar

Í september næstkomandi fara fram ráðstefna og námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar, daganna 14-16. september. Auk þess verður boðið upp á réttindanám í sjúkraþjálfun á hestbaki vikuna 23.-27. september. 

 

Ráðstefnan Dýr í starfi með fólki verður haldin í Reykjadal í Mosfellsbæ laugardaginn 14. september.  Ráðstefnan er ætluð þeim sem vilja fræðast um kosti þess að styðjast við dýr í starfi. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir áhugasama til að koma saman og kynnast betur þessari gerð nálgunar og koma á tengslum við fólk sem vinnur með dýr í starfi sínu. Dagskrá og ráðstefnugjald verður birt fljótlega. 

 

Grunnnámskeið: Að styðjast við hesta í starfi með fólki fer fram dagana 15. og 16. september. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að innleiða hesta í fjölbreytt starf með fólki með það að marki að ýta undir heilsu, færni og þátttöku. Um er að ræða tveggja daga námskeið sem skiptist í fræðilega og verklega hluta.  Farið verður yfir fræðilegan bakgrunn þess að veita þjónustu með aðstoð hesta. Þá verður unnið að verklegum æfingum með hestum þar sem tekið verður mið af faglegum bakgrunni og þörfum þátttakenda. 

Skráning hér

 

Námskeiðið er tvískipt viku í senn, 35 klst. í hverju sinni. Fyrri hluti námskeiðsins fer fram 23.-27. sept. 2024 og seinni hlutinn vor/haust 2025. Þátttakendur vinna að verkefni (tilfellalýsingu) milli námskeiða  sem skilað verður og kynnt á seinni hluta námskeiðsins í maí. Að báðum námskeiðum loknum munu þátttakendur öðlast réttindi til að veita þessa meðferð að fengnu samþykki Sjúkratrygginga Íslands. 

SKRÁNING HÉR