Jafningjasetur Reykjadals

Jafningjasetur ReykjadalsJafningjasetur Reykjadals

 

Jafningjasetur Reykjadals hóf göngu sína haustið 2021. Mikil ánægja var með þennan nýja frístundavalkost fyrir fötluð börn og ungmenni og ljóst á aðsókninni að mikil eftirspurn var eftir slíku. Jafningjasetrið minnir á félagsmiðstöð þar sem markmiðið er að skemmta sér með jafningjum við frístunda- og tómustundastörf.

Hugmyndafræði sumarbúðanna í Reykjadal er í forgrunni og lögð er áhersla á að styrkja félagsleg tengsl. Raðað er í hópa í von um að þátttakendur séu með vinum sínum, fái tækifæri til að eignast nýja vini og séu fremstir á meðal jafningja.

Jafningjasetrið fer aftur af stað í febrúar 2022. Hægt er að senda inn umsókn til og með 15. febrúar.

Umsóknareyðublað má nálgast hér


Reynt verður að koma til móts við þarfir allra en aðsókn mun stýra fjölda heimsókna fyrir hvern og einn. 

Þátttökugjaldið er 2000 kr. fyrir hverja heimsókn.