Fréttir

Íþrótta - og ævintýrabúðir ÍF

Íþrótta - og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra munu verða haldnar í sumar í fyrsta skiptið en árið í ár markar 40 ára áfanga-afmæli íþróttasambandsins. Búðirnar eru ætlaðar þeim einstaklingum sem eru fæddir á árunum 2005-2009.
Lesa meira

Raddir fatlaðra barna - skýrsla frá sérfræðihóp

Umboðsmaður barna hefur gefið út skýrslu sem sýnir niðurstöður sérfræðihóps fatlaðra barna og ungmenna. Í skýrslunni koma fram ábendingar ungmennana um það sem betur mætti fara í ýmsum málefnum sem snertir þau beint. Þar má nefna skólamál, aðgengismál, tómstundastarf, einelti, fordóma og virðingu í samskiptum.
Lesa meira

Reiknistofa Bankanna styrkir Reykjadal

Á hverju ári framkvæmir RB eða Reiknistofa Bankanna, þjónustukönnun á meðal sinna viðskiptavina og fyrir hvert svar sem þau hafa fengið í könnuninni er gefinn styrkur til góðs málefnis.
Lesa meira

Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019

Lesa meira

Sumarhappdrættið er komið í sölu

Sumarhappdrættismið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er komið í sölu, hægt er að finna happdrættismiðann inn á heimabankanum eða kaupa hann inn á netverslun okkar. Allur ágóði af sumarhappdrættinu rennur til sumarbúðanna í Reykjadal.
Lesa meira

Allur ágóði af WOW Cyclothon 2019 mun fara til Reykjadals!

Frá því að WOW Cyclothon hóf göngu sína fyrir sjö árum síðan, hafa keppendur safnað áheitum sem hafa síðan runnið til góðs málefnis. WOW Cyclothon mun styrkja sumarbúðirnar í Reykjadal árið 2019. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í dag 30. apríl.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóð Kristínar Björnsdóttur

Sjóður Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2019.
Lesa meira

Við kynnum til leiks glænýtt Reykjadals buff

Lesa meira

Reykjadalur fær sérstakan afmælisstyrk KSGK

Kvenfélagssamband Gullbringu – og Kjósarsýslu varð 90 ára gamalt á dögunum. Kvenfélagskonur fögnuðu þessum áfanga á aðalfundi sínum laugardaginn 2. mars síðastliðinn. Í tilefni af afmælisári KSGK ákváðu kvenfélögin að veita sumarbúðunum í Reykjadal 900 krónur fyrir hverja félagskonu, en andvirði þeirrar styrkveitingar verður notað til kaupa á tækjum í samráði við forstöðumann Reykjadals.
Lesa meira

Reykjadalur fær úthlutun frá félags - og barnamálaráðherra

Styrkir voru veittir til 47 verkefna félagasamtaka þann 8. mars síðastliðinn. Ásmundur Einar Daðason, félags - og barnamálaráðherra veitti Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra tvo styrki sem eru ætlaðir starfseminni í Reykjadal.
Lesa meira