Fréttir

Opnað fyrir umsóknir í Sumarfríi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal og á Húsavík

Með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu endurtökum við leikinn frá síðasta sumri og bjóðum fjölskyldum fatlaðra barna upp á sumarfrí og samveru. Mikil ánægja var meðal þeirra fjölskyldna sem tóku þátt í fyrra.
Lesa meira

Fróðleiksmoli vikunnar: Góðir skór

Starfsfólk Æfingastöðvarinnar býr yfir mikilli þekkingu á sviði sjúkra- og iðjuþjálfunar barna og ungmenna. Mikið er til af útgefnu efni, bæklingum og greinum eftir þjálfara okkar og ætlum við á næstu vikum að benda á það efni, eitt í hverri viku. Þessa vikuna er það bæklingurinn „Góðir skór“.
Lesa meira

Páskalokun Æfingastöðvarinnar

Lokað er á Æfingastöðinni 30. og 31. mars vegna páskaleyfa. Opnum aftur eftir páska, þriðjudaginn 6. apríl.
Lesa meira

Tilkynning vegna hertra samkomutakmarkanna

Í ljósi hertra samkomutakmarkana fellur allt hópastarf á Æfingastöðinni niður fram að páskum. Að öðru leyti verður starfsemin óbreytt og saman hjálpumst við að við að gæta allra sóttvarna.
Lesa meira

Hinsta kveðja til Gunnars Karls

Í dag kveðjum við kæran vin í hinsta sinn. Gunnar Karl okkar allra besti, lést í vikunni og skilur eftir sig stórt skarð í hjarta Reykjadals.
Lesa meira

"Með tímanum myndar Skotta tengsl við börnin sem er fallegt að verða vitni að"

Flatta tíkin Skotta er nýjasti meðlimur Æfingastöðvarteymisins. Hún aðstoðar Gunnhildi Jakobsdóttur iðjuþjálfa við meðferðir og hefur samstarfið gengið vonum framar.
Lesa meira

Sumarverkefnin aftur í ár - opið fyrir umsóknir!

Annað árið í röð fáum við tækifæri til að bjóða fleirum upp á sumadvöl, ævintýri og gleði í anda Reykjadals. Við bættum við okkur fjórum spennandi verkefnum síðasta sumar. Sumarbúðum í Háholti í Skagafirði, ævintýranámskeiði á höfuðborgasvæði, sumarfríi fyrir fullorða með fötlun og fjölskyldubúðir Reykjadals.
Lesa meira

Sumarstörf fyrir námsmenn um land allt

Við erum að leita að starfsfólki í skemmtileg sumarstörf hjá Reykjadal. Annað árið í röð höfum við hjá Reykjadal fengið tækifæri til þess að bjóða fleiri gestum upp á sumardvöl, gleði og ævintýri um allt land. Við erum með sumarbúðir í Mosfellsdal og einnig í Háholti í Skagafirði. Einnig verðum við með ævintýranámskeið á höfuðborgarsvæðinu og við ætlum að bjóða fullorðnum með fötlum upp á sumarfrí eins og síðasta sumar.
Lesa meira

Vinningstölur í jólahappdrætti 2020

Dregið hefur verið í jólahappdrættis Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2020
Lesa meira

Gleðilega hátíð - lokað á milli jóla og nýárs

Lokað er á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á milli jóla og nýárs. Við opnum aftur 4. janúar.
Lesa meira