Fréttir

Komu Friðriki á óvart og færðu honum fyrstu Kærleikskúluna

Lesa meira

Hér leynist góðverk: Jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2020

Nú er hægt að kaupa Jólahappdrættismiða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í netverslun slf, Kærleikskúlan.is.
Lesa meira

Æfingastöðin áfram opin

Áfram verður opið á Æfingastöðinni þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur. Við erum heilbrigðisstofnun og leitum allra leiða til þess að veita okkar mikilvægu þjónustu. Við gætum að sóttvörnum og fylgjum nýjustu leiðbeiningum Almannavarna og sóttvarnarlæknis.
Lesa meira

Jólahappdrættismiðinn er kominn í heimabankann þinn

Sala er hafin á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2020. Miðana má finna sem valkröfu í heimabanka. Þeir eru einnig væntanlegir inn um lúguna hjá einhverjum á næstu dögum og verða aðgengilegir í netverslun á sama tíma.
Lesa meira

Við óskum eftir að fólk noti grímu á Æfingastöðinni

Mælst er til þess að fólk noti grímu í húsnæði Æfingastöðvarinnar. Einnig óskum við eftir að fólk virði fjarlægðatakmarkanir á biðstofunni okkar sem og í öðrum rýmum. Það er einnig ósk okkar að viðskiptavinir mæti á réttum tíma og dvelji ekki í húsinu að óþörfu.
Lesa meira

Freyja hættir störfum á Æfingastöðinni eftir 29 ár

Á morgun verður síðasti vinnudagur K. Freyju Skúladóttur hjá Æfingastöðinni en hún lætur af störfum eftir 29 ár hjá Æfingastöðinni. Freyja er að færa sig um set og hefja störf hjá hjúkrunarheimilinu Eir.
Lesa meira

Nemendur í sjúkraþjálfun gerðu æfingamyndbönd fyrir Hvolpa, Ormaskopp og Íþróttahóp

Nemendur í sjúkraþjálfun sem áttu að koma í verknám á Æfingastöðinni í vor en komu ekki vegna samkomubanns gerðu myndbönd sem sýnir hvernig þau myndu leggja upp tímana. Við erum svo heppin að fá að deila þessum myndböndum.
Lesa meira

Umsóknarfrestur í vetrardvöl rennur út á morgun

Við minnum á að umsóknarfrestur til að sækja um í vetrardvöl 2020/2021 rennur út á morgun, 1. september.
Lesa meira

Eftirminnilegast að fara upp á Mýrdalsjökul

„Það var ómetanlegt að fá að hitta aðra foreldra í svona góðu umhverfi,“ segir Kristrún Sigurjónsdóttir um dvölina í sumarbúðum fyrir fjölskyldur fatlaðra barna í Vík í Mýrdal en hún fór þangað ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonunni Signýju Hermannsdóttur, syninum Kára 5 ára og dótturinni Kötlu 2 ára.
Lesa meira

„Ekki sjálfgefið að fjölskyldur fatlaðra barna geti farið saman í frí“

Átján fjölskyldur fatlaðra barna tóku þátt í sérstökum sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Vík í Mýrdal í sumar. Verkefnið var styrkt af félagsmálaráðuneytinu sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Atli Lýðsson þróaði og leiddi verkefnið sem er unnið að norrænni fyrirmynd.
Lesa meira