Karfan þín

Karfan er tóm.

Fréttir

Farsælt samfélag fyrir alla

Lesa meira

Forseti Íslands heiðursgestur í afmælisboði

Í dag eru liðin 70 ár frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Boðið var til afmælisveislu í húsnæði Æfingastöðvarinnar og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðursgestur og flutti ávarp. Formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Hörður Sigurðarsson flutti einnig ávarp og Pálmi Sveinsson tónlistarnemi hjá Fjölmennt söng lagið Undir Stórasteini við undirleik tónlistakennara síns, Helle Kristensen.
Lesa meira

Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 70 ára í dag

70 ár eru liðin frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fundurinn var vel sóttur enda samstaða um stofnun félagsins. Þörfin var augljós. Mænusótt hafði lagst á börn og þau þurftu á sérhæfðri meðferð að halda. Helsta baráttumál félagsins var að stofna miðstöð þjálfunar þar sem störfuðu sérfræðingar í hæfingu barna.
Lesa meira

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra verður 70 ára á morgun 2. mars

70 ár verða á morgun, 2. mars, liðin frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Tjarnarbíó. Af því tilefni bjóðum við skjólstæðingum okkar og velunnurum að fagna með okkur í anddyri Æfingastöðvarinnar. Afmælisdagurinn markar upphaf 70 ára afmælisársins en við höfum í hyggju að fagna með ýmiss konar uppákomum út árið.
Lesa meira

Lokað til 9:30 vegna veðurs

Æfingastöðin er lokuð til 9:30 á morgun vegna veðurs.
Lesa meira

Yfir 300 þúsund söfnuðust á góðgerðaruppboði

Í desember fóru níu Kærleikskúlur á góðgerðaruppboð hjá Gallerí Fold. Kúlurnar seldust fyrir 276 þúsund en Gallerí Fold lagði einnig önnur gjöld sem leggjast á vörurnar við uppboð inn in á Styrktarfélagið sem styrk. Því söfnuðust alls 331.200,- kr. vegna uppboðsins.
Lesa meira

Síðasti dagur Gerðar eftir 33 ára farsælt starf

Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi kvaddi í dag Æfingastöðina eftir 33 ára starf. Gerður segir tímann á Æfingastöðinni hafa verið skemmtilegan, lærdómsríkan og gefandi. Hún hafi starfað með nokkrum starfmönnum Æfingastöðvarinnar í yfir 30 ár. Gerður hefur störf hjá Tryggingastofnun ríkisins í næstu viku.
Lesa meira

Vetrarstarf Reykjadals hefur göngu sína á ný

Vetrarstarf Reykjadals hefst aftur í febrúar. Fyrsti hópurinn er væntanlegur í helgardvöl í Reykjadal 4. - 6. febrúar ásamt því að Jafningjasetrið hefur göngu sína á ný. Gestir fá sendan úthlutunarpóst mjög fljótlega. Við getum ekki beðið eftir því að fá líf og fjör í dalinn!
Lesa meira

Við leitum að iðjuþjálfa á Æfingastöðina

Æfingastöðin auglýsir stöðu iðjuþjálfa lausa til umsóknar. Á Æfingastöðinni starfar öflugur hópur iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara að því að efla þátttöku barna og ungmenna heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu.
Lesa meira

Gunnhildur ráðin yfiriðjuþjálfi

Gunnhildur Jakobsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfiriðjuþjálfa á Æfingastöðinni og tekur við 1. febrúar næstkomandi. Gunnhildur lauk Bs. prófi í iðjuþjálfunarfræðum frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri árið 2011 og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá sama skóla 2015. Þar að auki hefur Gunnhildur lokið námi um notkun hunda við meðferðir frá Landbúnaðarháskólanum í Noregi.
Lesa meira