Fréttir

Rósa og Guðrún Ágústa heiðraðar af fjölskyldum langveikra barna með tilnefningu til Míu verðlauna

Rósa Guðsteinsdóttir og Guðrún Ágústa Brandsdóttir sjúkraþjálfarar á Æfingastöðinni voru tilnefndar til Míu verðlauna síðastliðinn föstudag.
Lesa meira

Jólahappdrættismiðinn er kominn í heimabankann þinn

Sala er hafin á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Allur ágóði af sölu happdrættismiðanna rennur til Æfingastöðvarinnar. Þar starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með sérþekkingu í hæfingu og endurhæfingu barna. Með því að greiða happdrættismiðann styrkir þú mikilvægt starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.
Lesa meira

„Þetta er frábært tækifæri til að mynda vináttusambönd“

Gleðin réði ríkjum um helgina í Menntasetrinu við Lækinn þar sem 20 krakkar á aldrinum 8-12 ára komu í Jafningjasetur Reykjadals. Þetta er fyrsta helgin sem Jafningjasetrið er starfrækt en það svipar til félagsmiðstöðvar þar sem boðið er upp á tómstunda-, frístunda- og menningastarf. Þessa fyrstu helgi var farið í löggu og bófaleik á lóðinni, pílukast, þythokkí og farið í sund í Suðurbæjarlaug. Þá spreyttu gestir sig í slímgerð ásamt því að byggja virki.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Jafningjasetrið: Félagsmiðstöð í anda Reykjadals

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafningjasetur Reykjadals, nýjan frístundavalkost á vegum Reykjadals. Markmið Jafningjasetursins er að efla og styrkja fötluð börn og ungmenni með því að auka möguleika þeirra á félagslegum tengslum og bjóða upp á aukið úrval í tómstunda-, frístunda- og menningastarfi.
Lesa meira

Skrifað undir samning um Jafningjasetur Reykjadals og ráðherranum hent í laugina

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skrifaði í dag undir samning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um Jafningjasetur Reykjadals. Ráðherrann kom í heimsókn í sumarbúðirnar í Reykjadal síðdegis og var hent í sundlaugina í öllum fötunum.
Lesa meira

Fjórir nýjir starfsmenn á Æfingastöðinni

Fjórir nýjir starfsmenn hafa hafið störf hjá okkur eftir sumarlokun. Það eru Jóhanna Herdís Sævarsdóttir sjúkraþjálfari, Sylvía Dögg Ástþórsdóttir iðjuþjálfi, Sigríður Arnar Lund iðjuþjálfi og Steinhildur Hjaltested aðstoðarmaður iðjuþjálfa.
Lesa meira

Þú getur hlaupið til góðs í nýjum æfingabol

Sala er hafin á æfingabolum á netverslun Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, kaerleikskulan.is.
Lesa meira

„Þörfin er augljóslega til staðar þar sem aðsóknin var svo mikil”

Í síðustu viku lauk sumarstarfsemi Reykjadals. Gestir Reykjadals í Mosfellsdal voru kvaddir á miðvikudaginn og á föstudaginn lauk ævintýranámskeiði Reykjadals í Hafnarfirði. Aldrei hafa jafn margir komið í sumardvöl eins og í sumar. Tekið var á móti um 500 einstaklingum um land allt vegna stuðnings félagsmálaráðuneytisins.
Lesa meira

Sumarlokun frá 12. júlí til 3. ágúst

Lokað er á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Æfingastöðinni frá 12. júlí til 3. ágúst vegna sumarleyfa. Við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurum gleðilegs sumars!
Lesa meira

Systur hlaupa í minningu Gunnars Karls

Systurnar Eyrún og Hrefna Haraldsdætur safna þessa dagana áheitum fyrir Reykjadal í á hlaupastyrkur.is í minningu bróður síns, Gunnars Karls Haraldssonar sem lést úr krabbameini fyrr á árinu. Gunnar Karl var einstakur vinur og velunnari Reykjadals. Hann kom ungur í sumardvöl og sumrin 2018 og 2019 starfaði hann sjálfur í Reykjadal.
Lesa meira