Fréttir

Við leitum að sjúkraþjálfara

Æfingastöðin óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara frá 1. des eða eftir samkomulagi. Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, góð samskiptahæfni, íslenskukunnátta og áhugi á þjálfun barna og ungmenna er nauðsynleg.
Lesa meira

Gáfu launin úr auglýsingaherferðinni til Reykjadals

Leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors bættu ríflega milljón krónum við söfnunarsjóð Reykjadals vegna Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Þar með hafa safnast samtals 2.825.965 kr. fyrir Reykjadal á hlaupastyrkur.is.
Lesa meira

Umsóknarfrestur fyrir vetrardvöl er til 1. sept

Við minnum á að umsóknarfrestur til að sækja um í vetrardvöl 2019/2020 rennur út 1. september næstkomandi.
Lesa meira

Hátt í 1.900 þúsund söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni

Hátt í 1.900 þúsund krónur söfnuðust fyrir Reykjadal og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra/Æfingastöðina í Reykjavíkurmaraþoninu sem var haldið síðastliðinn laugardag. Nýtt met var slegið í fjölda þátttakenda sem hlupu fyrir Reykjadal en 66 einstaklingur skráði sig á hlaupastyrkur.is og safnaði áheitum fyrir sumarbúðirnar.
Lesa meira

Hlaupurum fagnað á Eiðistorgi á morgun

Hátt í 90 hlauparar hafa skráð sig á hlaupastyrkur.is og safna áheitum til styrktar Styrktarfélaginu og Reykjadal. Klapplið Reykjadals og SLF ætlar að koma saman á Eiðistorgi kl. 9:45.
Lesa meira

Gaf Reykjadal verðlaunaféð í golfmóti Hreint

Gunnar Jóakimsson bar sigur úr býtum á golfmóti Hreint sem haldið var í sumar. Þetta er í fimmta sinn sem Hreint heldur golfmót fyrir viðskiptavini sína, birgja og velunnara en fær sigurvegari mótsins að velja sér góðgerðarmálefni til þess að styrkja með verðlaunafénu, sem er 150.000 krónur.
Lesa meira

Einstök ferð í sumarbúðirnar í Ågrenska

Í síðustu viku héldu sjö vinir sem hafa komið til okkar í sumarbúðirnar í Reykjadal til Gautaborgar þar sem þeir heimsótti sumarbúðirnar í Ågrenska. Með í för voru sjö starfsmenn Reykjadals en hópurinn fékk styrk frá Erasmus+ til ferðarinnar.
Lesa meira

Æfingastöðin og skrifstofa SLF loka vegna sumarleyfa

Lokað verður á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá og með 15. júlí til 6. ágúst.
Lesa meira

WOW Cyclothon er hafið og söfnun farin á fulla ferð

Hjólarar í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í gærkvöldi á nítjánda tímanum frá Ölgerðinni. Þrír þátttakendur eru skráðir til leiks í einstaklingskeppninni en hátt í 60 hjólarar taka þátt með Hjólakrafti. Söfnunin fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal hefur farið vel af stað.
Lesa meira

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti 2019

Dregið var úr sumarhappdrætti þann 17. júní. Vinningstölur má nálgast hér á heimasíðu okkar.
Lesa meira