Fréttir

Kærleikskúla ársins 2021 er að seljast upp

Kærleikskúla ársins 2021 er uppseld á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13. Hún er einnig uppseld á langflestum sölustöðum.
Lesa meira

Karl Guðmundsson er handhafi Kærleikskúlunnar 2021

Karl Guðmundsson listmaður er handhafi Kærleikskúlunnar 2021. Árlega velur stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra handhafa Kærleikskúlunnar. Kúlan er veitt framúrskarandi fyrirmynd fyrir störf í þágu fatlaðra.
Lesa meira

Kærleikskúla ársins 2021 sýnir sólargang eins árs

Kærleikskúla ársins 2021 sýnir sólargang eins árs Eitt ár eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur er Kærleikskúla ársins 2021. Þetta er nítjánda Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út en markmiðið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.
Lesa meira

Þvörusleikir síðastur til byggða í jólaóróasafni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

Þvörusleikir er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021. Hönnunarteymið Arnar&Arnar hannaði óróann og Kristín Svava Tómasdóttir samdi kvæði um kappann. Þvörusleikir er síðastur í jólaóróaseríunni sem telur alls sextán óróa. Jólasveinarnir þrettán hafa verið færðir í stál ásamt Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum. Markmiðið með gerð og sölu jólaóróanna er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna en allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélagið á og rekur.
Lesa meira

Einstaklingur safnar fé í okkar nafni á fölskum forsendum.

Okkur barst tilkynning um að aðili sem er ekki á okkar vegum hafi verið að safna fé í okkar nafni á fölskum forsendum. Alla okkar fjáröflun má tengja starfsemi okkar og bankareikningar eru allir á okkar kennitölu. Einstaklingar eru ekki að safna fé í okkar nafni. Okkar fjáröflunarleiðir eru sala Kærleikskúlu, Jólaóróa, happdrætti og mánaðarlegir styrkir til Vina Reykjadals. Við hvetjum fólk til að gefa ekki upp kortanúmer ef símtal eða tölvupóstur er grunsamlegur.
Lesa meira

Villa á happdrættismiðanum: Kia e-Niro í verðlaun í stað e-Soul

Kæru vinir og velunnarar. Þau hvimleiðu mistök áttu sér stað við útgáfu jólahappdrættismiðans okkar að rangt tegundaheiti var gefið upp á Kia bílnum í upptalningu happdrættisvinninga. Í aðalvinning er Kia e-Niro en á miðanum stendur að það sé Kia e-Soul.
Lesa meira

Rósa og Guðrún Ágústa heiðraðar af fjölskyldum langveikra barna með tilnefningu til Míu verðlauna

Rósa Guðsteinsdóttir og Guðrún Ágústa Brandsdóttir sjúkraþjálfarar á Æfingastöðinni voru tilnefndar til Míu verðlauna síðastliðinn föstudag.
Lesa meira

Jólahappdrættismiðinn er kominn í heimabankann þinn

Sala er hafin á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Allur ágóði af sölu happdrættismiðanna rennur til Æfingastöðvarinnar. Þar starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með sérþekkingu í hæfingu og endurhæfingu barna. Með því að greiða happdrættismiðann styrkir þú mikilvægt starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.
Lesa meira

„Þetta er frábært tækifæri til að mynda vináttusambönd“

Gleðin réði ríkjum um helgina í Menntasetrinu við Lækinn þar sem 20 krakkar á aldrinum 8-12 ára komu í Jafningjasetur Reykjadals. Þetta er fyrsta helgin sem Jafningjasetrið er starfrækt en það svipar til félagsmiðstöðvar þar sem boðið er upp á tómstunda-, frístunda- og menningastarf. Þessa fyrstu helgi var farið í löggu og bófaleik á lóðinni, pílukast, þythokkí og farið í sund í Suðurbæjarlaug. Þá spreyttu gestir sig í slímgerð ásamt því að byggja virki.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Jafningjasetrið: Félagsmiðstöð í anda Reykjadals

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafningjasetur Reykjadals, nýjan frístundavalkost á vegum Reykjadals. Markmið Jafningjasetursins er að efla og styrkja fötluð börn og ungmenni með því að auka möguleika þeirra á félagslegum tengslum og bjóða upp á aukið úrval í tómstunda-, frístunda- og menningastarfi.
Lesa meira