09.06.2022
Annað árið í röð stendur Palli Líndal fyrir góðgerðargolfmótinu Palla Open á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Á síðasta ári safnaði hann rúmum tveimur milljónum sem hann færði Reykjadal og Hlaðgerðarkoti.
Lesa meira
29.04.2022
Sala er hafin í sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2022. Þú finnur þinn happdrættismiða í heimabankanum. Lausasölumiðar fara í sölu innan tíðar. Þá verður hægt að kaupa happdrættismiða í afgreiðslunni hjá okkur og í netverslun. Allur ágóði af sölu happdrættisins rennur til sumarbúðanna í Reykjadal.
Lesa meira
02.03.2022
Í dag eru liðin 70 ár frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Boðið var til afmælisveislu í húsnæði Æfingastöðvarinnar og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðursgestur og flutti ávarp. Formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Hörður Sigurðarsson flutti einnig ávarp og Pálmi Sveinsson tónlistarnemi hjá Fjölmennt söng lagið Undir Stórasteini við undirleik tónlistakennara síns, Helle Kristensen.
Lesa meira
02.03.2022
70 ár eru liðin frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fundurinn var vel sóttur enda samstaða um stofnun félagsins. Þörfin var augljós. Mænusótt hafði lagst á börn og þau þurftu á sérhæfðri meðferð að halda. Helsta baráttumál félagsins var að stofna miðstöð þjálfunar þar sem störfuðu sérfræðingar í hæfingu barna.
Lesa meira
01.03.2022
70 ár verða á morgun, 2. mars, liðin frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Tjarnarbíó. Af því tilefni bjóðum við skjólstæðingum okkar og velunnurum að fagna með okkur í anddyri Æfingastöðvarinnar. Afmælisdagurinn markar upphaf 70 ára afmælisársins en við höfum í hyggju að fagna með ýmiss konar uppákomum út árið.
Lesa meira
06.02.2022
Æfingastöðin er lokuð til 9:30 á morgun vegna veðurs.
Lesa meira
04.02.2022
Í desember fóru níu Kærleikskúlur á góðgerðaruppboð hjá Gallerí Fold. Kúlurnar seldust fyrir 276 þúsund en Gallerí Fold lagði einnig önnur gjöld sem leggjast á vörurnar við uppboð inn in á Styrktarfélagið sem styrk. Því söfnuðust alls 331.200,- kr. vegna uppboðsins.
Lesa meira
28.01.2022
Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi kvaddi í dag Æfingastöðina eftir 33 ára starf. Gerður segir tímann á Æfingastöðinni hafa verið skemmtilegan, lærdómsríkan og gefandi. Hún hafi starfað með nokkrum starfmönnum Æfingastöðvarinnar í yfir 30 ár. Gerður hefur störf hjá Tryggingastofnun ríkisins í næstu viku.
Lesa meira