Fréttir

Gleðilega hátíð - lokað á milli jóla og nýárs

Lokað er á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á milli jóla og nýárs. Við opnum aftur 4. janúar.
Lesa meira

Kærleikskúlan 2020 uppseld - fleiri kúlur væntanlegar í byrjun næsta árs

Lesa meira

Óslóartréð skreytt með Bjúgnakræki

Bjúgnakrækir, fimmtándi jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, prýðir Óslóartréð á Austurvelli. Tendrað verður á ljósum trésins í dag, fyrsta sunnudag í aðventu, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV. Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefur prýtt Óslóartréð um árabil.
Lesa meira

Finnbogi Pétursson opnar sýningu í Neskirkju

Finnbogi Pétursson listamaður Kærleikskúlunnar í ár opnar á morgun sýningu í Neskirkju.
Lesa meira

Kærleikskúla ársins inniheldur augnabliks þögn

Þögn eftir Finnboga Pétursson er Kærleikskúla ársins 2020. Inni í kúlunni er segulbandsbútur sem geymir hljóðupptöku; augnabliks þögn. Kærleikskúla ársins var frumsýnd í Vikunni hjá Gísla Marteini í kvöld. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna
Lesa meira

Komu Friðriki á óvart og færðu honum fyrstu Kærleikskúluna

Lesa meira

Hér leynist góðverk: Jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2020

Nú er hægt að kaupa Jólahappdrættismiða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í netverslun slf, Kærleikskúlan.is.
Lesa meira

Æfingastöðin áfram opin

Áfram verður opið á Æfingastöðinni þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur. Við erum heilbrigðisstofnun og leitum allra leiða til þess að veita okkar mikilvægu þjónustu. Við gætum að sóttvörnum og fylgjum nýjustu leiðbeiningum Almannavarna og sóttvarnarlæknis.
Lesa meira

Jólahappdrættismiðinn er kominn í heimabankann þinn

Sala er hafin á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2020. Miðana má finna sem valkröfu í heimabanka. Þeir eru einnig væntanlegir inn um lúguna hjá einhverjum á næstu dögum og verða aðgengilegir í netverslun á sama tíma.
Lesa meira

Við óskum eftir að fólk noti grímu á Æfingastöðinni

Mælst er til þess að fólk noti grímu í húsnæði Æfingastöðvarinnar. Einnig óskum við eftir að fólk virði fjarlægðatakmarkanir á biðstofunni okkar sem og í öðrum rýmum. Það er einnig ósk okkar að viðskiptavinir mæti á réttum tíma og dvelji ekki í húsinu að óþörfu.
Lesa meira