23.06.2025
Lokað er á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna sumarleyfa frá 14. júlí - 5. ágúst.
Lesa meira
13.06.2025
ALLIR MEÐ, Æfingastöðin og ÍR standa að þessu öfluga námskeiði sem er sérstaklega ætlað börnum og ungmennum með hreyfihömlun. Markmiðið er að kynna fjölbreyttar íþróttir í öruggu og hvetjandi umhverfi með góðum búnaði og fyrirmyndum úr afreksíþróttum. Engin krafa um fyrri þátttöku í íþróttum – bara opinn hug og löngun til að prófa.
Lesa meira
19.06.2025
Æfingastöðin og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) bjóða upp á opna fræðslu fyrir foreldra, aðstandendur og öll sem hafa áhuga á tölvuleikjum, rafíþróttum og öryggi barna á netinu.
Lesa meira
18.06.2025
Dregið hefur verið í Sumarhappdrætti SLF 2025.
Lesa meira
27.05.2025
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra boðar til aðalfundar félagsins. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, fimmtudaginn 4. júní, kl. 17:00.
Lesa meira
08.05.2025
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (SLF) hefur sett á laggirnar nýjan félagsskap, Æskuvini Reykjadals, sem er ætlaður einstaklingum 30 ára og eldri sem dvöldu í Reykjadal sem börn eða unglingar. Markmiðið er að viðhalda tengslum, rækta vináttu og skapa vettvang fyrir þátttöku í starfi SLF.
Lesa meira
28.04.2025
Sumarhappdrættismiði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2025 er kominn í heimabankann hjá flestum. Drögum út 17. júní.
Lesa meira
28.04.2025
Hobbíhestar eru heitasta bylgjan í hestamennsku og hefur íþróttin hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum undanfarin ár. Fjölskyldan fær nú einstakt tækifæri til að prófa, læra og leika sér með okkur í Æfingastöðinni.
Lesa meira
22.04.2025
Nú þarf sundlaugin í Reykjadal verulega á viðgerðum að halda og við höfum sett af stað söfnun til að fjármagna verkefnið.
Lesa meira
25.03.2025
Félagið leitar nú að nýju nafni sem er einkennandi fyrir hlutverk þess en fangar um leið þann frumkvöðlakraft sem býr í kjarna félagsins. Sem rótgróin félagasamtök í þágu almannheilla og farsældar barna, er það félaginu mikilvægt að leita til fólksins í landinu sem hefur staðið þétt við bakið á því og sýnt starfsemi þess ómælda velvild í gegnum tíðina. Við sem störfum hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra höfum því opnað hugmyndabanka og biðjum þig að leggja okkur lið í leitinni að nýju nafni.
Lesa meira